Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Haaland jafnaði Aguero
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði 41. Meistaradeildarmark sitt í 3-1 sigri Manchester City á FCK í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld.

Haaland skoraði markið undir lok fyrri hálfleiks og heldur nú áfram að færa sig upp markalistann.

Þetta var stórt mark í sögu Manchester City, því hann jafnaði met fyrrum framherjans Sergio Aguero, sem átti sín bestu ári hjá enska félaginu.

Aguero þurfti 79 leiki til að skora 41 mark en Haaland þurfti aðeins 37 leiki.

Cristiano Ronaldo á metið sem eru 140 mörk en það er allt of snemmt að segja til um hvort að Haaland takist að taka það af Portúgalanum eða ekki.


Athugasemdir
banner
banner