Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 06. mars 2024 09:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir ítrekar að hann vilji fá Greenwood í sitt lið
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson hefur ítrekað það í samtali við The Athletic að hann vilji fá Mason Greenwood í sitt lið.

Greenwood spilaði sinn eina A-landsleik með Englandi til þessa gegn Íslandi árið 2020. Hann getur breytt um landslið þar sem hann hefur bara spilað einn landsleik og á hann ættir að rekja til Jamaíku þar sem Heimir er þjálfari.

„Ég vil helst ekki vera að tala um 'hvað ef' en við höfum hugsað til hans. Ég myndi elska að hafa hann í mínu liði," segir Heimir. „Eins og allir þjálfarar þá vil ég hafa bestu leikmennina í mínu liði. En þetta er auðvitað undir leikmanninum komið."

Greenwood hefur spilað vel með Getafe á Spáni á þessu tímabili en hann er þar á láni frá Manchester United. Fyrir nokkrum árum þótti hann einn efnilegasti leikmaður heims en það var áður en hann var handtekinn árið 2022.

Hann var handtekinn eftir að kærasta hans, Harriet Robson, deildi myndum af áverkum sínum sem hún sagði vera af hendi Greenwood. Hún deildi einnig hljóðupptöku þar sem hann reynir að þvinga hana til kynlífs.

Málið var látið niður falla í febrúar á síðasta ári en hann átti þrátt fyrir það ekki afturkvæmt í hópinn hjá Man Utd og var því lánaður til Getafe á Spáni út þetta tímabil. Það er ólíklegt að hann spili aftur fyrir United en Heimir telur að Greenwood eigi skilið annað tækifæri.
Athugasemdir
banner
banner