Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 06. mars 2024 13:25
Elvar Geir Magnússon
Mun Emil Atla herja að markametinu á komandi tímabili?
Emil Atlason, sóknarmaður Stjörnunnar.
Emil Atlason, sóknarmaður Stjörnunnar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valur Gunnarsson spáir því að Aron Sigurðarson verði markakóngur.
Valur Gunnarsson spáir því að Aron Sigurðarson verði markakóngur.
Mynd: KR
Emil Atlason í Stjörnunni var markakóngur Bestu deildarinnar á síðasta tímabili með sautján mörk en undanfarin tvö tímabil hefur hann samtals skorað 28 mörk í deildinni.

Þessi þrítugi leikmaður er talinn líklegastur til að verða markahæstur á komandi tímabili í Bestu deildinni en í útvarpsþættinum Fótbolti.net spáðu Baldur Sigurðsson og Tómas Þór Þórðarson því að hann yrði markakóngur í sumar. Tómas spáir því að Emil verði besti leikmaður deildarinnar.

„Ég held að hann verði það nálægt markametinu," segir Tómas en það er mánuður í að Besta deildin fari af stað.

Baldur ræddi við Emil í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Baldri lék forvitni á að vita hvað varð til þess að Emil byrjaði að skora svona mikið og hann hefur gert undanfarin tvö tímabil. Emil segir að margt hafi breyst þegar hann varð pabbi.

„Þá hugsar maður ekki eins mikið um svona. Stundum á maður til að ofhugsa hluti. En þegar maður er í kringum fjölskylduna hugsar maður: Þetta er það sem skiptir máli. Allt annað er ekki neitt. Síðan fann ég sjálfstraustið mitt aftur og eftir það fór maður á flug. Mér fannst ég ná að tengjast sjálfum mér meira. Vita hver ég er og hvað ég get," svaraði Emil.

Valur Gunnarsson spáir því að Aron Sigurðarson í KR verði markakóngur og Aron Elís Þrándarson í Víkingi valinn bestur. Baldur spáir því að Oliver Ekroth varnarmaður Víkings verði valinn bestur.

Val sérfræðinga útvarpsþáttarins Fótbolti.net:

Hver verður markakóngur?

Valur Gunnarsson
Aron Sigurðarson, KR

Baldur Sigurðsson
Emil Atlason, Stjarnan

Tómas Þór Þórðarson
Emil Atlason, Stjarnan

Hver verður valinn bestur?

Valur Gunnarsson
Aron Elís Þrándarson, Víkingur

Baldur Sigurðsson
Oliver Ekroth, Víkingur

Tómas Þór Þórðarson
Emil Atlason, Stjarnan
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner