Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 06. mars 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Þroskaðasti 17 ára einstaklingur sem ég hef nokkurn tímann hitt
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United, var gestur í The Overlap hjá Sky Sports í dag. Þar ræddi hann við Gary Neville og fleiri góðkunna einstaklinga úr fótboltanum.

Hann fór þar vel yfir tíma sinn sem stjóri Manchester United. Talaði hann meðal annars um tilraun félagsins til að fá Jude Bellingham frá Birmingham. Það var lagt mikið í það hjá United en Bellingham, sem er í dag einn besti fótboltamaður í heimi, valdi að ganga í raðir Borussia Dortmund.

„Hann vissi hvað hann vildi," sagði Solskjær. „Hann kom til okkar og hitti okkur. Ég var þarna, Sir Alex Ferguson var þarna, Bryan Robson var þarna og Eric Cantona var þarna. Við töluðum allir við hann og seldum honum þetta eins vel og við gátum, en hann vissi hvað hann vildi."

„Hann vildi fá ákveðið margar mínútur í byrjunarliðinu. Hann er þroskaðasti 17 ára gamli einstkalingur sem ég hef nokkurn tímann hitt."

Bellingham er í dag leikmaður Real Madrid og hefur sannað sig sem einn besti fótboltamaður í heimi.


Athugasemdir
banner
banner