Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel tábrotnaði í ræðunni fyrir upphafsflautið
Stjórn Bayern hefur þegar tilkynnt að Tuchel verður einungis við stjórnvölinn hjá félaginu út leiktíðina, eftir að hafa tekið við af Julian Nagelsmann á svipuðum tíma í fyrra.
Stjórn Bayern hefur þegar tilkynnt að Tuchel verður einungis við stjórnvölinn hjá félaginu út leiktíðina, eftir að hafa tekið við af Julian Nagelsmann á svipuðum tíma í fyrra.
Mynd: Getty Images
Það var mikið undir hjá Thomas Tuchel og FC Bayern þegar liðið tók á móti Lazio í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Bayern var einu marki undir eftir 1-0 tap í Róm í fyrri leiknum og vildi Tuchel kveikja neista í sínum mönnum eftir slæmt gengi undanfarinna vikna.

Talið var að Tuchel yrði rekinn ef Bayern myndi mistakast að snúa viðureigninni gegn Lazio við og bera sigur úr býtum. Lærlingum hans tókst að gera það eftir mikla hvatningarræðu fyrir upphafsflautið.

Tuchel gerði sitt allra besta til að hvetja sína menn til dáða fyrir upphafsflautið og gekk svo langt að hann braut tá og var því tábrotinn á hliðarlínunni í 3-0 sigri, þar sem Bayern stjórnaði gangi mála á meðan Lazio sá varla til sólar.

„Persónulega þá finnst mér betra að þjálfarinn hafi tábrotnað heldur en einhver leikmaður," sagði Herbert Hainer, forseti Bayern, þegar hann var spurður út í slysið.
Athugasemdir
banner