Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. júní 2022 08:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal reynir að koma sér á undan Inter í baráttunni um Scamacca
Gianluca Scamacca.
Gianluca Scamacca.
Mynd: EPA
Ítalski sóknarmaðurinn Gianluca Scamacca er eftirsóttur eftir að hafa átt gott tímabil með Sassuolo þar sem hann skoraði 16 mörk í 36 deildarleikjum í Serie A.

Hann er talinn mjög líklegur til þess að skipta um félag í sumar.

Talað hefur verið um Inter sem líklegasta áfangastað Scamacca, en Arsenal er búið að blanda sér í baráttuna.

Arsenal er að leita að sóknarmanni til að bæta við leikmannahóp sinn og er Scamacca á óskalistanum. Að sögn Calciomercato er Arsenal búið að bjóða 35 milljónir evra í þennan öfluga sóknarmann Sassuolo.

Ítalska félagið vonast til þess að fá aðeins meira fyrir leikmanninn sem er byrjaður að spila með ítalska landsliðinu.

Inter er búið að ná samkomulagi við Scamacca, en er að vinna í því að fá Paulo Dybala og Romelu Lukaku. Það hefur forgang í augnablikinu og gengur hægt. Því gæti verið tækifæri fyrir Arsenal að troða sér á undan í kapphlaupinu um sóknarmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner