Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 06. júní 2022 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
De Ligt í viðræðum við Juventus
Mynd: Getty Images

Matthijs de Ligt og Juventus eru í viðræðum um nýjan samning fyrir hollenska varnarmanninn.


De Ligt er 22 ára og á enn tvö ár eftir af samningnum við Juve eftir að hafa komið til félagsins fyrir 85 milljónir evra sumarið 2019.

De Ligt er byrjunarliðsmaður hjá Juve og á 118 leiki að baki fyrir félagið. Hann hefur spilað 36 landsleiki fyrir Holland.

„Eins og staðan er í dag þá er ég í viðræðum við Juventus. Þegar stundin kemur þarf ég að taka ákvörðun um hvort ég verði hérna áfram eða skipti um félag," sagði De Ligt í viðtali en neitaði að tjá sig frekar um viðræðurnar.

De Ligt er með 120 milljón evra söluákvæði í núverandi samningi sínum og vill hann láta lækka ákvæðið. Miðvörðurinn á enn tvö ár eftir af núverandi samningi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner