Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. júlí 2021 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spinazzola fór í aðgerð og verður frá í sex mánuði
Mynd: EPA
Leonardo Spinazzola varð fyrir því óláni að slíta hásin undir lok leiks Belgíu og Ítalíu á föstudag. Liðin mættust í 8-liða úrslitum EM og lagði Ítalía efsta lið heimslistans 2-1.

Spinzzola er búinn að fara í aðgerð og verður hann frá í um sex mánuði.

Spinazzola er 28 ára gamall og er leikmaður Roma og hafði hann vakið mikla athygli fyrir frammistöðuna á EM en hann hefur verið einn öflugasti bakvörður mótsins.

„Aðgerðin gekk fullkomlega," skrifaði hann á Instagram í gær. „Ég vil þakka öllum sem hafa sýnt mér stuðning. Niðurtalningin er hafin."

Það voru sögur um að Tottenham hefði áhuga á bakverðinum en ekkert verður úr því að hann fari frá Roma vegna meiðslanna.

Ítalía mætir Spáni í undanúrslitum EM í kvöld
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner