Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 06. júlí 2021 10:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Táningur mun taka stöðu Rúnars Alex
Rúnar er á förum frá Arsenal.
Rúnar er á förum frá Arsenal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er að yfirgefa Arsenal eftir aðeins eitt ár hjá félaginu.

Rúnar Alex er sagður á leið til Altay Spor í Tyrklandi frá Arsenal.

Altay komst upp úr B-deildinni á liðinni leiktíð og spilar því í efstu deild á komandi leiktíð.

Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal frá Dijon síðasta haust. Hann er 26 ára markvörður sem á að baki tíu A-landsleiki.

Samkvæmt The Express í Englandi, þá ætlar Mikel Arteta að gefa hinum 19 ára gamla Arthur Okonkwo stöðuhækkun við brotthvarf Rúnars. Okonkwo mun taka stöðu Rúnars í aðalliðinu.

Talið er að Arsenal muni gera tilboð í Aaron Ramsdale, markvörð Sheffield United, þegar EM er búið en hann er þar í enska landsliðshópnum. Bernd Leno, aðalmarkvörður Arsenal, er mögulega á förum, rétt eins og Rúnar Alex.


Athugasemdir
banner
banner
banner