Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 06. nóvember 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef hann vildi 24 marktilraunir á sitt mark, þá gekk planið upp"
Unai Emery er undir pressu.
Unai Emery er undir pressu.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers er að gera mjög flotta hluti með Leicester.
Brendan Rodgers er að gera mjög flotta hluti með Leicester.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, er undir mikilli pressu í starfi þessa stundina. Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, vill Emery burt og Brendan Rodgers inn.

Óvinsældir Emery meðal stuðningsmanna Arsenal hafa aukist mikið en Arsenal hefur aðeins unnið tvo af níu síðustu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Spilamennskan hefur ekki verið upp á marga fiska.

Samningur Emery hjá Arsenal rennur út eftir tímabilið.

„Ég las einhvers staðar að Emery hefði verið sáttur með það hvernig Arsenal spilaði taktískt séð í 1-1 jafntefli gegn Úlfunum. Ef hann vildi fá 24 marktilraunir á sitt eigið mark, þá gekk planið upp," sagði Merson við Sky Sports.

„En ég efast um að það hafi verið ætlun hans að Arsenal myndi fá á sig flest skot í einum leik síðan félagið flutti á Emirates-leikvaginn. Það eftir að Arsenal fékk á sig 31 skot í útileik gegn Watford, liðinu sem er á botni ensku úrvalseildarinnar. Það er afrek út af fyrir sig."

„Emery í vandræðum og hann mun gera vel ef hann heldur starfinu ef úrslitin verða slæm gegn Leicester um næstu helgi."

„Til að gera stöðuna enn verri eru stuðningsmennirnir ósáttir, þeir baula á hann. Það er ekki gott."

Vill Rodgers til Arsenal
Brendan Rodgers hefur verið að gera stórkostlega hluti sem stjóri Leicester og Merson vill fá Norður-Írann sem næsta stjóra Arsenal. Leicester er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Leicester hefur verið að spila stórkostlega. Þeir eru með ótrúlegan knattspyrnustjóra, allir leikmenn liðsins hafa bætt sig undir stjórn Brendan Rodgers."

„Ef ég væri hjá Arsenal, þá myndi ég gera allt til þess að fá hann. Gefa honum fimm ára samning, sitjast aftur í stólinn minn og horfa á hann breyta félaginu," segir Paul Merson.

Síðar í dag mætir Arsenal portúgalska liðinu Vitoria Guimaraes í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner