Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. nóvember 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Miðvikudagsleikur hjá Arsenal
Pepe skorar úr aukaspyrnu gegn Vitoria í fyrri leik liðanna.
Pepe skorar úr aukaspyrnu gegn Vitoria í fyrri leik liðanna.
Mynd: Getty Images
Arsenal heimsækir Vitoria Guimaraes frá Portúgal í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á þessum miðvikudegi.

Það er frekar óvanalegt að Evrópudeildarleikir séu spilaðir á miðvikudegi, þeir eru vanalega á fimmtudögum.

Leikurinn í dag er spilaður á miðvikudegi vegna þess að heimavöllur Vitoria er í 25 mínútna akstursfjarlægð frá heimavelli Braga sem spilar einnig í Evrópudeildinni. Braga á heimaleik á morgun.

Til þess að koma í veg fyrir að fá stuðningsmannahópa Vitoria og Braga á sama svæði á sama degi, þá var leikur Arsenal og Vitoria færður.

Leikurinn hefst klukkan 15:50 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Fyrir leikinn er Arsenal með fullt hús stiga og Vitoria á botni riðilsins án stiga.

Fyrri leikur liðanna í riðlinum endaði með 3-2 sigri Arsenal þar sem Nicolas Pepe skoraði tvö aukaspyrnumörk seint í leiknum.

miðvikudagur 6. nóvember
15:50 Guimaraes - Arsenal (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner