Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 06. nóvember 2020 20:41
Victor Pálsson
Einkunnir úr leik Brighton og Burnley: Lallana bestur
Mynd: Getty
Það var ekki boðið upp á neina flugeldasýningu á Amex vellinum í kvöld þegar Brighton og Burnley áttust við í ensku úrvalsdeildinni.

Um var að ræða opnunarleik áttundu umferð deildarinnar en honum lauk með markalausu jafntefli þar sem Brighton var þó mun sterkari aðilinn.

Brighton átti í raun stigin þrjú skilið en inn vildi boltinn ekki og fá bæði lið eitt stig hvor.

Jóhann Berg Guðmundsson fékk ekki eina einustu mínútu hjá Burnley fyrir mikilvægan landsleik Íslands og Ungverjalands í næstu viku.

Hér má sjá einkunnir Sky Sports í kvöld en maður leiksins var Adam Lallana.

Brighton: Ryan (7), Webster (6), Veltman (6), Burn (5), Lamptey (7), White (6), Bissouma (6), Lallana (7), Gross (6), Welbeck (7), Maupay (5)

Varamenn: Jahanbakhsh (6), Connolly (6)

---------------

Burnley: Pope (7), Lowton (7), Long (7), Tarkowski (7), Mee (7), Brady (6), Brownhill (6), Westwood (6), McNeil (6), Barnes (6), Wood (5)

Varamenn: Vydra (6), Rodriguez (6)

Athugasemdir
banner
banner