Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 06. nóvember 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren vildi ekkert ræða framtíð sína
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort hann ætli að halda áfram með liðið í undankeppni HM á næsta ári.

Ísland mætir Ungverjum á fimmtudag í hreinum úrslitaleik um sæti á EM á næsta ári.

Samningur Hamren rennur út eftir komandi verkefni en hann segist einbeita sér að því að vinna Ungverja og vill ekki hugsa lengra en það.

„Ég einbeiti mér bara að þessum leik. Þetta er mjög mikilvægur leikur og ég einbeiti mér bara að Ungverjalandi. Eftir það eigum við leiki við Danmörku og England. Síðan sjáum við hvað gerist í framtíðinni," sagði Erik á fréttamannafundinum í dag.

„Við einbeitum okkur að þessum leik því hann er mikilvægur fyrir leikmenn, knattspyrnusambandið og alla á Íslandi. Við viljum vinna og það er full einbeiting á það."
Athugasemdir
banner
banner
banner