Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. nóvember 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Philip Cocu í sóttkví - Tveir hjá Bayern jákvæðir
Mynd: Getty Images
Covid-19 heldur áfram að herja á heiminum og er fótboltaheimurinn engin undantekning þar sem nokkuð hefur verið um smit frá upphafi tímabils.

Philip Cocu, knattspyrnustjóri Derby County, er kominn í tveggja vikna sóttkví eftir að framkvæmdastjóri félagsins greindist með Covid.

Það er ansi heitt undir Cocu sem hefur farið gríðarlega illa af stað með Derby. Liðið er búið að vinna einn leik og er komið með sex stig eftir tíu umferðir.

Þá komu tveir leikmenn Bayern jákvæðir úr kórónuveiruprófi. Ungstirnið Joshua Zirkzee er með veiruna en óljóst er hvort Niklas Süle sé einnig sýktur eða hvort hann hafi lent í svokölluðu falskt jákvæðu prófi.

Süle var jákvæður úr fyrra prófinu en neikvæður úr því seinna sem hann tók degi síðar. Hann þarf því að gangast undir annað próf til að úrskurða um hvort hann sé með veiruna eða ekki. Þetta yrði annað falskt jákvætt próf hjá Bayern á skömmum tíma eftir að Serge Gnabry lenti í því og missti af tveimur leikjum fyrir vikið, án þess að hafa fengið veiruna.
Athugasemdir
banner
banner