Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. janúar 2023 19:05
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Áttundi sigur Juve í röð - Gonzalez hetjan í Flórens
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Brasilíski varnarmaðurinn Danilo gerði eina mark leiksins er Juventus náði sér í dýrmætan sigur gegn Udinese eftir þokkalega jafnan leik.


Danilo gerði sigurmarkið á lokakaflanum eftir góðan undirbúning frá Federico Chiesa.

Þetta reyndist áttundi sigur Juventus í röð í ítölsku deildinni og eru lærisveinar Massimiliano Allegri í öðru sæti, með 37 stig eftir 17 umferðir. 

Udinese hefur ekki unnið keppnisleik síðan í október og er í áttunda sæti með 25 stig. Udinese virtist ætla að vera spútnik lið tímabilsins eftir frábæra byrjun en það hefur hægst á þeim svarthvítu.

Juventus 1 - 0 Udinese
1-0 Danilo ('86)

Fiorentina mætti einnig til leiks í dag þegar Sassuolo kíkti í heimsókn. Staðan var markalaus í leikhlé en öll þrjú mörk leiksins voru skoruð í síðari hálfleik.

Gestirnir frá Sassuolo virtust vera með örlitla yfirburði í nokkuð jafnri viðureign en það voru heimamenn sem tóku forystuna með marki frá Riccardo Saponara. Domenico Berardi jafnaði úr vítaspyrnu og var staðan jöfn allt þar til í uppbótartíma, þegar heimamenn í Flórens fengu dæmt víti.

Argentínumaðurinn símeiddi Nicolas Gonzalez kom inn af bekknum og gerði sigurmarkið af vítapunktinum.

Fiorentina er í efri hluta deildarinnar með 23 stig á meðan Sassuolo er í neðri hlutanum með 16.

Fiorentina 2 - 1 Sassuolo
1-0 Riccardo Saponara ('48)
1-1 Domenico Berardi ('57, víti)
2-1 Nicolas Gonzalez ('91, víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner