Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. mars 2018 20:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Algarve: Ísland bar sigurorðið af Danmörku í vítakeppni
Ísland skoraði úr öllum sínum vítaspyrnum.
Ísland skoraði úr öllum sínum vítaspyrnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark.
Hlín skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 1 Danmörk (Ísland vinnur 5-4 í vítakeppni)
0-1 Sanne Troelsgaard-Nielsen ('62)
1-1 Hlín Eiríksdóttir ('70)
Mörk Íslands í vítakeppninni: Ingibjörg Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir

Ísland tryggði sér 9. sætið á Algarve-æfingamótinu í kvöld með sigri á Danmörku í vítaspyrnukeppni. Í annað sinn á nokkrum dögum gerðu Ísland og Danmörk jafntefli.

Þessi lið mættust í fyrsta leik sínum á mótinu og þá var niðurstaðan markalaust jafntefli.

Það var leikið við erfiðar aðstæður í kvöld og var völlurinn mjög blautur. Leikurinn var þó spilaður, annað en úrslitaleikurinn.

Ísland fékk góð færi til að skora í fyrri hálfleiknum og átti fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir þ.á.m. skalla í stöngina. Staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa.

Það kom í hlut Dana að skora fyrsta markið og var það Sanne Troelsgaard-Nielsen sem gerði það. Hún er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá sænska liðinu Rosengård.

Ísland ætlaði ekki að gefa níunda sætið frá sér og jafnaði metin á 70. mínútu. Hlín Eiríksdóttir, stúlka fædd árið 2000 úr herbúðum Vals, skoraði þá sitt fyrsta A-landsliðsmark.

Ekki voru fleiri mörk skoruð eftir þetta og var farið beint í vítaspyrnukeppni.

Þar skoraði Ísland úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Sonný Lára í marki Íslands varði eina danska spyrnu. Sigurinn var því íslenskur á þessu miðvikudagskvöldi.

Ísland endar í níunda sæti mótsins með með einn sigur, tvö jafntefli og eitt tap á bakinu.

Þess má geta að Danmörk er silfurliðið frá síðasta Evrópumóti.



Athugasemdir
banner
banner