Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 07. mars 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Zerbi: Erum með alltof þunnan hóp
Mynd: EPA
Roberto De Zerbi svaraði spurningum eftir 4-0 tap Brighton á útivelli gegn AS Roma í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag.

De Zerbi viðurkenndi að Roma hafi verið sterkari aðilinn í kvöld og að hans menn í Brighton búi ekki yfir nægilegri reynslu til að vera samkeppnishæfir á Ólympíuleikvanginum í Róm. Þetta var frumraun Brighton í útsláttarkeppni í Evrópu á meðan Rómverjar búa yfir mikilli reynslu eftir að hafa endað í öðru sæti Evrópudeildarinnar í fyrra og unnið Sambandsdeildina ári fyrr.

„Við spiluðum okkar leik og gerðum okkar besta. Kannski er þetta okkar besta. Roma býr yfir mikið meiri reynslu til að spila svona leik og við þjáðumst mjög mikið. Við erum ekki vanir að spila í þessari keppni og í dag kostaði reynsluleysið okkur," sagði De Zerbi.

„Við erum með alltof þunnan hóp og alltof mikið af meiðslum til að geta barist á þessu gæðastigi. Við mættum á alltof erfiðan völl en við getum hughreyst okkur við að þetta var okkar fyrsta tilraun í útsláttarkeppni. Við þurfum að bæta okkur ef við viljum vera samkeppnishæfir í þessari keppni.

„Allir innan félagsins þurfa að leggja sig mikið fram ef við viljum sjá framfarir."


Kaoru Mitoma, James Milner, Solly March, Joao Pedro og Jack Hinshelwood voru fjarverandi úr liði Brighton vegna meiðsla í dag.
Athugasemdir
banner