Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 15:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Gæti verið eitt lélegasta lið sem spilað hefur í efstu deild“
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sparkspekingar telja að HK gæti orðið algjört fallbyssufóður í Bestu deildinni í sumar. HK-ingar hafa verið límdir við botninn í ótímabæru spám vetrarins enda hefur gengið á undirbúningstímabilinu verið arfadapurt.

HK endaði síðasta tímabil í Bestu deildinni á að fara í gegnum níu leiki án þess að vinna.

„Það virðist ekkert vera að koma inn. Það er leiðinlegt að segja það en þetta gæti verið eitt lélegasta lið sem spilað hefur í efstu deild. Ég sá þá tapa fyrir Þór um daginn og það var ekki fallegt. Það er enginn peningur til og það er vonleysi þarna," segir Valur Gunnarsson sérfræðingur Fótbolta.net í útvarpsþættinum síðasta laugardag.

„Stjarnan skoraði fyrsta markið á móti þeim um daginn eftir einhverjar þrjár mínútur, líkamstjáning leikmanna var þannig að þeir horfðu á hvern annan, bentu og voru að svekkja sig," segir Baldur Sigurðsson.

„Svo fara áhorfendur að hætta að mæta eins og gerist þegar leikir tapast, þá ertu inn í þessu húsi og það verður aðeins meira bergmál. Hver leikur gæti verið djöfulsins pína ef þeir fara í þennan spíral," segir Tómas Þór Þórðarson.

Baldur telur þó mögulegt fyrir HK að nýta æfingaferðina sína í að byggja upp jákvæðara andrúmsloft.

„Þeir eru á botninum og vita það, þeir þurfa að átta sig á því. Þeir þurfa að lesa hópinn sinn og hvað þeir þurfa að gera til að vera samkeppnishæfir. Æfingaferðin þarf að vera mjög vel skipulögð og á að snúast um að berja innblæstri í leikmenn og rífa upp móralinn. Það virðist ekki veita af," segir Baldur.

„Það getur margt breyst á einum mánuði og það er hægt að fara úr vonleysi í nokkuð bjarta tíma. Ef það tekst gæti þetta bjargast hjá þeim. En þeir verða að vera búnir að átta sig á því."
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner