Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hildur María spilar með HK út tímabilið (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: HK
HK hefur tekist að næla sér í Hildi Maríu Jónasdóttur á lánssamningi frá FH sem gildir út tímabilið.

Hildur María er 22 ára miðjumaður sem er alin upp hjá Breiðabliki og á leiki að baki fyrir meistaraflokka Augnabliks, FH og ÍH.

Hildur á 56 leiki að baki í Lengjudeild kvenna og gæti reynst mikilvæg fyrir HK í sumar.

HK-ingar enduðu í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, þremur stigum frá sæti í efstu deild. Kópavogsstúlkur stefna hátt í sumar og gæti Hildur sinnt mikilvægu hlutverki þegar hún kemur aftur til Íslands í maí.

Hún er stödd í Bandaríkjunum þessa stundina, þar sem hún stundar nám við California State University í Bakersfield og spilar fyrir CSU Roadrunners í háskólaboltanum.

Hildur leikur sem varnarsinnaður miðjumaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner