Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Kroos ósáttur við upplegg Ancelotti
Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid.
Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Toni Kroos miðjumaður Real Madrid hefur aldrei verið hræddur við að tjá skoðanir sínar og það var alveg ljóst í viðtölum eftir 1-1 jafnteflið gegn RB Leipzig í gær að honum þótti stjóri sinn, Carlo Ancelotti, hafa gert mistök með uppleggi sínu í leiknum.

Real Madrid komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar með 2-1 sigri samtals en Leipzig var ansi nálægt því að skora í lokin í gær. Real Madrid fær talsverða gagnrýni fyrir frammistöðuna.

Ancelotti kom mörgum á óvart með því að stilla upp fimm mönnum á miðsvæðinu.

„Leipzig spilaði vel, þeir vörðust vel og voru með öflugar skyndisóknir. Við vissum að þeir yrðu hættulegir. Við vorum fínir þegar við vorum með boltann en það voru ekki nægilega margir fram á við til að við næðum að skapa ógnir," sagði Kroos.

„Við vorum óánægðir með spilamennsku okkar í fyrri hállfeik. Seinni hálfleikur var aðeins betri en samt ekki nægilega góður til að segja að við höfum átt skilið að fara áfram. Við gerðum ekki vel, en við komumst áfram og verðum í 8-liða úrslitum."
Athugasemdir
banner
banner
banner