Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 07. mars 2024 21:34
Ívan Guðjón Baldursson
Loic Ondo í Hvíta riddarann (Staðfest)
Mynd: Hulda Margrét
Hvíti riddarinn vinnur hörðum höndum að því að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir komandi átök í 3. deildinni, eftir að hafa bjargað sér frá falli í fyrra.

Mosfellingar kræktu í Nikola Dejan Djuric í gær og eru búnir að kynna Loic Ondo til leiks í dag.

   06.03.2024 17:30
Nikola Dejan Djuric í Hvíta riddarann (Staðfest)


Loic Cédric Mbang Ondo er fæddur 1990 og lék fyrir Aftureldingu í tvö ár áður en hann skipti yfir til Kórdrengja fyrir keppnistímabilið 2020.

Loic byrjaði meistaraflokksferilinn á Íslandi með Grindavík í efstu deild karla og á í heildina 321 skráða KSÍ-leiki að baki, þar af 30 í efstu deild og 151 í næstefstu deild.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Loic reynir fyrir sér í 3. deild karla, en hann spilaði ekki í íslenska boltanum í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner