Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. mars 2024 23:45
Ívan Guðjón Baldursson
Nikola Kristinn í Dalvík/Reyni (Staðfest) - Feðgarnir vinna aftur saman
Lengjudeildin
Mynd: Dalvík/Reynir
Dalvík/Reynir hefur verið á miklum uppgangi að undanförnu og leikur í Lengjudeildinni í sumar.

Dalvíkingar þurfa því að styrkja hópinn sinn og hefur félaginu tekist að krækja í Nikola Kristinn Stojanovic, öflugan miðjumann sem hefur spilað fyrir Þór undanfarin ár.

Nikola er fæddur um aldamótin og er hann sonur Dragan Stojanovic, aðalþjálfara Dalvíkur/Reynis.

Hann spilaði 17 leiki í Lengjudeildinni í fyrra og á í heildina 45 leiki að baki í deildinni. Hann spilaði fyrir Fjarðabyggð og KF áður en hann vann sér inn byrjunarliðssæti í liði Þórs sumarið 2022. Nikola lék einnig undir stjórn föður síns þegar hann var leikmaður Fjarðabyggðar á árunum 2017-2020.

Nikola gerir samning við félagið út árið og ljóst er að hann gæti reynst afar mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu hjá nýliðunum í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner