Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 09:43
Elvar Geir Magnússon
Telja að Rashford og McTominay hafi gefist upp undir stjórn Solskjær
Ole Gunnar Solskjær kvaddi eftir slæmt tap gegn Watford.
Ole Gunnar Solskjær kvaddi eftir slæmt tap gegn Watford.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær kom í frábært spjall í 'Stick to Football' hlaðvarpinu hjá Gary Neville og félögum. Þar tjáir hann sig meðal annars um lokaleik sinn sem stjóri Manchester United.

Það var 4-1 tap gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í nóvember 2021 þar sem United var 2-0 undir í hálfleik. Solskjær segist hafa vitað á þessum tímapunkti hver örlög sín yrðu og bað leikmenn um að rétta upp hönd ef þeir vildu hreinlega ekki spila seinni hálfleikinn.

„Ég gerði nokkrar breytingar, tárin runnu hjá nokkrum leikmönnum, og eftir leikinn vissi ég hvað myndi gerast," sagði Solskjær í viðtalinu.

Marcus Rashford og Scott McTominay voru teknir af velli í hálfleik og nú telja stuðningsmenn Manchester United á samfélagsmiðlum að þeir tveir, báðir uppaldir hjá félaginu, hafi rétt upp hönd og ekki viljað spila seinni hálfleikinn.

Þeir fá harða gagnrýni fyrir hugarfar sitt en einhverjir telja þó mögulegt að þeir hafi verið teknir af velli því þeir hafi ekki verið í andlegu jafnvægi, það hafi kannski verið þeir sem hafi tárast í hálfleiknum.

Daily Mail hefur óskað eftir viðbrögðum frá umboðsmönnum Rashford og McTominay og einnig frá Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner