Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Titilbaráttunni lokið eftir að stjörnurnar í Al-Nassr fengu skell á heimavelli?
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo lék allan leikinn en tókst ekki að skora er Al-Nassr tapaði heimaleik gegn Al-Raed í efstu deild í Sádi-Arabíu.

Heimamenn í Al-Nassr áttu fleiri marktilraunir í leiknum en þær sköpuðu ekki mikla hættu. Gestirnir tóku forystuna í fyrri hálfleik en staðan var 1-1 í leikhlé.

Al-Raed nýtti færin sín vel í síðari hálfleik og náði að pota inn tveimur mörkum til að tryggja sér frækinn sigur gegn stjörnum prýddum andstæðingum sínum.

Sadio Mané, Marcelo Brozovic, Alex Telles, Aymeric Laporte og David Ospina voru allir í byrjunarliði Al-Nassr ásamt Ronaldo, en það er engin stórstjarna í leikmannahópi Al-Raed.

Þessi óvænti sigur kemur sér afar vel fyrir Al-Raed í fallbaráttunni, þar sem liðið er núna fimm stigum frá fallsvæðinu. Al-Nassr er aftur á móti níu stigum á eftir toppliði Al-Hilal, sem hefur ekki tapað fótboltaleik síðan í ágúst og á auk þess leik til góða.

Það eru aðeins ellefu umferðir eftir af deildartímabilinu í Sádi-Arabíu og þykir ljóst að Al-Hilal er komið með aðra hönd á titilinn og rúmlega það. Liðið getur enn farið í gegnum tímabilið án taps.

Henry Onyekuru og Habib Diallo komust þá báðir á blað í 2-3 sigri Al-Feiha gegn Al-Shabab.

Ivan Rakitic var í byrjunarliði heimamanna í Al-Shabab, ásamt Romain Saiss fyrrum leikmanni Wolves.

Heimamenn voru sterkari aðilinn í leiknum en þeir réðu ekki við Onyekuru, sem skoraði tvennu og hjálpaði gestunum að landa ólíklegum sigri. Al-Feiha átti þrjár marktilraunir sem hæfðu rammann og skoraði þrjú mörk.

Að lokum vann Damac 1-0 sigur gegn Odion Ighalo og félögum í Al-Wehda.

Al-Nassr 1 - 3 Al-Raed
0-1 K. El Berkaoui ('18)
1-1 A. Yahya
1-2 M. Fouzair ('46)
1-3 A. Sayoud ('87)

Al-Shabab 2 - 3 Al-Feiha
0-1 Henry Onyekuru ('50, víti)
0-2 Henry Onyekuru ('74)
1-2 A. Al-Dakheel ('86, sjálfsmark)
2-2 Habib Diallo ('89)
2-3 S. Zaydan ('98)

Damac 1 - 0 Al-Wehda
1-0 A. Al-Bukhari ('22, sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner