Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. júní 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kroos: Gæti ekki mælt með því að koma úr skápnum
Mynd: Getty Images
Toni Kroos var í viðtali í sérstakri LGBT útgáfu af GQ Magazine og ræddi um samkynhneigð í knattspyrnuheiminum.

Kroos, lykilmaður í þýska landsliðinu og á miðju Real Madrid, talaði um að knattspyrnuheimurinn ætti enn nokkuð langt í land áður en hann gæti mælt með því að samkynhneigðir leikmenn kæmu opinberlega úr skápnum.

„Það leikur enginn vafi á því að allir einstaklingar ættu að fá að lifa við fullt frelsi. Á sama tíma gæti ég ekki mælt með því fyrir atvinnumann í knattspyrnu að koma út úr skápnum á þessum tímapunkti," sagði Kroos.

„Það er mikill hiti í leiknum og ég gæti alls ekki ábyrgst að viðkomandi yrði ekki kallaður ljótum og særandi nöfnum. Þetta yrði sérstaklega erfitt á útivelli þar sem stuðningsmennirnir taka þátt í níðinu.

„Ástandið ætti ekki að vera svona og ég er viss um að mjög margir myndu standa við bakið á einstaklingnum og styðja hann alla leið.

„Þegar allt kemur til alls er þetta ákvörðun sem hver og einn verður að taka fyrir sig. Þetta er allavega ekki eitthvað sem mun gefa þér forskot í knattspyrnuheiminum."


Kroos er þrítugur og hefur spilað 266 leiki fyrir Real Madrid. Þar áður spilaði hann 205 leiki fyrir FC Bayern.

Hann á 96 landsleiki að baki fyrir Þýskaland.
Athugasemdir
banner
banner
banner