Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. júní 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lögregla staðfestir að stuðningsmenn Benfica voru að verki
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ástandið hjá toppliði portúgölsku deildarinnar, Benfica, er ekki gott. Stuðningsmenn liðsins eru óánægðir með frammistöður á vellinum og sauð allt uppúr eftir markalaust jafntefli gegn Tondela á fimmtudaginn.

Hópur manna, sem lögreglan í Lisbon hefur staðfest að séu hópur af hörðustu 'ultras' stuðningsmönnum Benfica, grýtti liðsrútuna og þurftu tveir leikmenn að fara upp á spítala.

Stjórnarformaður Benfica gagnrýndi leikmenn harðlega í fjölmiðlum eftir leikinn og hefur það myndað óánægju meðal leikmann.

Þá eru miklar líkur á því að þjálfari félagsins flýi burt eftir að ráðist var inn á heimili hans á dögunum. Einnig var ráðist inn á heimili nokkurra leikmanna.

Benfica er á toppi deildarinnar með 60 stig eftir 25 umferðir, ásamt Porto. Það eru níu umferðir eftir af deildartímabilinu en reiði stuðningsmanna stafar af hörmulegu gengi frá 3-2 tapleik gegn Porto 8. febrúar.

Síðan þá hefur liðið aðeins unnið einn leik og var slegið úr Evrópudeildinni af Shakhtar Donetsk. Jafnteflið gegn Tondela var það þriðja í röð í deildinni.

Sjá einnig:
Grýttu rútu Benfica - Tveir á sjúkrahús
Athugasemdir
banner
banner