Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. júlí 2018 18:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Völsungur fyrsta liðið til að vinna Gróttu
Völsungur hefur unnið þrjá leiki í röð og varð í dag fyrsta liðið í 2. deildinni til að vinna Gróttu.
Völsungur hefur unnið þrjá leiki í röð og varð í dag fyrsta liðið í 2. deildinni til að vinna Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Völsungur 3 - 1 Grótta
0-1 Markaskorara vantar ('8)
1-1 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('27)
2-1 Harpa Ásgeirsdóttir ('40)
3-1 Krista Eik Harðadóttir ('90)

Völsungur vann frábæran sigur gegn Gróttu í 2. deild kvenna í dag. Það verður vel fagnað á Húsavík í kvöld.

Grótta skoraði fyrsta mark leiksins á áttundu mínútu en Völsungur svaraði á 27. mínútu og komst yfir fyrir hálfleik. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir heimaliðið.

Staðan var 2-1 eiginlega allan seinni hálfleikinn, fram í uppbótartíma þegar Krista Eik Harðadóttir gekk algjörlega frá leiknum fyrir Völsung, lokatölur 3-1.

Hvað þýða þessi úrslit?
Eins og áður segir frábær sigur fyrir Völsung sem er nú með 12 stig - þriðji sigur liðsins í röð. Völsungur er í fjórða sæti en Grótta er í öðru sæti með 13 stig.

Þetta var fyrsta tap Gróttu í 2. deildinni í sumar.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner