Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 07. ágúst 2019 08:47
Magnús Már Einarsson
Manchester United hættir við Eriksen
Hvað verður um Eriksen?
Hvað verður um Eriksen?
Mynd: Getty Images
Manchester United ætlar ekki að kaupa danska miðjumanninn Christian Eriksen frá Tottenham áður en félagaskiptaglugginn lokar að sögn BBC.

Eriksen á ár eftir af samningi sínum við Tottenham og hann hefur lýst yfir að hann vilji róa á önnur mið.

Manchester United telur að Eriksen hafi meira áhuga á að fara til félags á Spáni og því hefur félagið ákveðið að fara ekki lengra í samningaviðræðum.

BBC segir að United sé að skoða aðra leikmenn en erfitt sé að ganga frá kaupum áður en félagaskiptaglugginn á Englandi lokar síðdegis á morgun.

Manchester United hefur í sumar keypt þá Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Daniel James á samtals 140 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner