Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. september 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hakimi komst frá Gíneu: Við vorum hræddir
Mynd: EPA
Marokkóska landsliðið var í Gíneu um helgina þar sem liðin áttu að mætast í undankeppni HM 2022 en fresta þurfti leiknum vegna valdaráns.

Ástandið í Gíneu var fljótt að breytast og hljóp fólk fagnandi út á götu eins og gerist yfirleitt eftir valdarán í Afríku, sama hver á þar í hlut.

Marokkósku leikmennirnir urðu smá skelkaðir á leið sinni aftur upp á flugvöll í Gíneu þar sem göturnar voru fullar af æstu fólki.

„Við leikmennirnir vorum smá hræddir en komumst aftur til Marokkó öruggir. Ég vil þakka Paris Saint-Germain fyrir að sýna þessu áhuga og bjóða fram hjálp sína við að koma öllu landsliðinu aftur til Marokkó," sagði Achraf Hakimi, bakvörður Marokkó og PSG.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner