Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 07. október 2019 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Guardian 
Aston Villa blöskrar vegna rasískra söngva stuðningsmanna
Mynd: Getty Images
Aston Villa blöskrar hegðun stuðnginsmanna liðsins í kjölfar sigurs liðsins á Norwich, 1-5, á útivelli um helgina.

Nokkrir stuðningsmenn félagsins voru teknir upp syngja rasíska söngva um Marvelous Nakamba, miðjumann félagsins. Nakamba kemur frá Zimbabwe. Stuðningsmenn sungu einnig um annan leikmann en sá er ekki nafngreindur.

Villa sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið á því að myndbandið var birt:

„Myndbandið sýnir hegðun sem er alls ekki líðandi og félaginu finnst ógeðsleg og því blöskrar að sjá stuðningsmenn syngja söngva um tvo aðalliðsleikmenn. Félagið fordæmir söngvanna og hvetur stuðningsmennina til að finna þá sem eiga sök í máli."

„Söngvar af þessu tagi koma slæmu orði á Aston Villa og stuðningsmenn okkar. Ef sökudólgar finast þá verður þeim refsað harðlega og lögreglan mun rannsaka þá."



Athugasemdir
banner