Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 07. október 2021 14:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki allir sem biðja konunnar sinnar eftir þrjá mánuði"
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn gegn Þýskalandi
Fyrir leikinn gegn Þýskalandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Martinez
Roberto Martinez
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska liðið er með fjögur stig í undankeppninni fyrir HM í Katar þegar fjórir leikir eru eftir af keppninni. Arnar sagði á fréttamannafundi fyrr í vikunni að hann gerði aldrei kröfu á sigur og vöktu þau ummæli mikla athygli.

Arnar sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og var hann spurður út í lokaleikina í riðlinum og markmiðin í þeim. Fyrri leikurinn í þessu otkóber verkefni er gegn Armeníu á morgun.

Út frá umræðunni um úrslit í komandi tveimur leikjum. Hvað heldur þú að það geti tekið langan tíma að búa til nýtt lið sem getur farið í alla leiki með það hugarfar að vinna og ná í úrslit?

„Það er erfitt að svara nákvæmlega hvað það tekur langan tíma. Það fer rosalega mikið eftir því hversu fljótt þessir yngri og óreyndari taka skrefin. Þeir þurfa að taka öll skrefin til að verða fullorðnir A-landsliðsmenn. Þau skref eru ekki bara tekin í A-landsliðinu heldur líka tekin í félagsliðinu."

„Ég las gott viðtal við kollega minn Roberto Martinez í Belgíu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að skila ekki nógu mörgum yngri leikmönnum í landsliðið. Hann segir að yngri leikmenn, áður en þeir koma í A-landsliðið, þurfi þeir að spila tvö full tímabil hjá sínu félagsliði. Svo koma þeir í landsliðshóp og í kjölfarið tekur svo tíma að vinna sér inn byrjunarliðssæti."

„Ef þú tekur þetta allt saman þá tekur það þrjú ár. Okkar ungu leikmenn eru ekki búnir að taka öll þessi skref með sínu félagsliði. Það er svolítið ójafnvægi í þessu.“

„Fólk má ekki misskilja mig heldur þegar ég segi að úrslitin séu ekki mikilvæg. Það hata allir í hópnum að tapa, við viljum auðvitað vinna alla leiki. Það eina sem ég er að reyna útskýra er að til þess að komast aftur á þann stað sem við vorum 2016, þegar við förum í lokakeppni EM. Í öllum leikjunum byrjuðum við inn á með sama liðið. Það er svolítið langur process að komast þangað. Þú þarft að vera heppinn með meiðsli og annað."

„Við viljum komast á þann stað að ég sé ekki alltaf að taka inn tvo nýja sem hafa aldrei verið áður. Það er ekki ákjósanlet því þá ertu alltaf að byrja á verkefni A á fyrstu æfingu, getum adrei farið í B, C og D. Úrslitin eru mikilvæg en það er samt mikilvægara núna að mynda lið og tenginguna á milli leikmanna og að þessir ungu taki þessi skref sem fyrst."

„Það eru ekki allir sem biðja konunnar sinnar eftir þrjá mánuði, sumir bíða í þrjú ár. Það segir ekkert til um það hversu gott hjónabandið verður. Við erum að byrja á þessari þróun núna og við munum vinna eins hratt og vel og við mögulega getum til að vera með gott hjónaband sem fyrst.“


Stjórn KSÍ, starfsfólk og leikmannahópurinn. Skilja þau að þetta er langtímaverkefni sem þið eruð að hefja núna?

„Það vita allir í landinu að þetta er langtímaverkefni. Ég er þjálfarinn og ef ég myndi halda það sem þjálfari að þú getir falið þið bakvið það að þú sért að þróa liðið í sjö ár, fótbolti virkar ekki þannig. Ég á mína yfirmenn og þeir taka sínar ákvarðanir alveg eins og er gert í félagsliðum."

„Það eina sem ég get gert er að vinna vinnuna mína, vinna sem best með leikmönnunum, starfsfólki KSÍ, stjórninni og svo eru einhverjir sem þurfa a taka ákvarðanir einhvern tímann. Auðvitað þarf ég líka að skila úrslitum en ef það er einhver sem býst við því, eftir það sem við höfum gengið í gegnum undanfarna sex mánuði, að liðið sé tilbúið í lok árs þá væri það frekar ósanngjarnt. Það er mín skoðun.“


Eruði með einhver sérstök markmið um fjölda stiga í þessum lokaleikjum?

„Já, að sjálfsögðu. Maður byrjar bara á morgun og ég veit að þetta er hundleiðinlegt svar en það er það eina sem ég er að undirbúa núna. Ég er með plan sem ég get ekki sagt frá akkúrat núna en það sem við getum séð, ef við sinnum okkar í þessum glugga og það byrjar á morgun, þá getur staðan verið svolítið skrítin í þessum riðli eftir þetta október verkefni."

„Það er rosalega auðvelt að byrja reikna í fótbolta en það er alltaf eitthvað sem gerist sem maður bjóst ekki við. Það eru möguleikar en þeir eru bara fyrir hendi ef við sinnum okkar og það byrjar á morgun,“
sagði Arnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner