Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. október 2021 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Jimenez um höfuðmeiðslin: Þetta var ekki Luiz að kenna
Raul Jimenez þarf að spila með sérstakan hlífðarbúnað restina af ferlinum
Raul Jimenez þarf að spila með sérstakan hlífðarbúnað restina af ferlinum
Mynd: Heimasíða Wolves
Mexíkóski framherjinn Raul Jimenez segist ekki kenna brasilíska varnarmanninum David Luiz um höfuðmeiðslin sem hann varð fyrir í leik Arsenal og Wolves í nóvember á síðasta ári.

Jimenez varð fyrir höfumeiðslunum eftir hornspyrnu Willian en mexíkóski landsliðsmaðurinn stökk upp skallaeinvígi við David Luiz sem endaði með ósköpum.

Framherjinn missti meðvitund, var borinn af velli og fluttur með flýti á sjúkrahús. Það kom síðar í ljós að Jimenez höfuðkúpubrotnaði og var hann frá út tímabilið.

Hann þarf að spila með sérstakan hlífðarbúnað á hausnum, líkt og tékkneski markvörðurinn Petr Cech þurfti að gera eftir viðskipti hans við Stephen Hunt árið 2006.

Jimenez kennir þó Luiz ekki um meiðslin sem hann varð fyrir í nóvember.

„Einn af leikmönnum Arsenal fer á nærstöngina og fer fram fyrir mig. Ef ég hefði sleppt því að taka þetta skref þá hefði ég ekki hoppað aftur fyrir mig og framfyrir Luiz."

„Hann náði mér í lausu lofti með þessu hoppi og ég tek alla sök af David Luiz. Hann ætlaði sér að skalla boltann en því miður hæfði hann mig,"
sagði Jimenez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner