Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. október 2021 14:02
Elvar Geir Magnússon
Önd gladdi vallargesti á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennaliðs Breiðabliks varð í gær fyrsta íslenska félagsliðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu en liðið tapaði þá 0-2 á Kópavogsvelli gegn franska stórliðinu PSG.

„Blikarnir geta samt verið stoltar af sinni frammistöðu en þær gáfu gestunum ekkert eftir og stóðu sig virkilega vel," skrifaði Helga Katrín Jónsdóttir sem textalýsti leiknum hér á Fótbolta.net.

Það er draumur ótalmargra að taka þátt í leik í Meistaradeildinni og nokkuð skondið að önd ein varð senuþjófur í leiknum í gær.

Hún lenti á vellinum í miðjum leik við kátínu vallargesta. Hún virtist þó lítið vilja taka þátt í leiknum og þegar fótboltinn nálgaðist þá forðaði hún sér á brott.

Hafliði Breiðfjörð myndaði leikinn í gær og tók þessa frábæru mynd af öndinni rétt áður en hún lenti á gervigrasinu í Kópavogi.
Athugasemdir
banner
banner
banner