Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. nóvember 2017 14:40
Magnús Már Einarsson
Sölvi Geir á leið til Íslands - Ferlinum erlendis lokið
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Varnarmaðurinn öflugi Sölvi Geir Ottesen hefur staðfest að atvinnumannaferlinum erlendis sé lokið.

Hinn 33 ára gamli Sölvi hefur verið orðaður við FH og fleiri félög í Pepsi-deildinni.

Sölvi hefur undanfarnar mánuði leikið með Guangzhou R&F í Kína en hann hefur verið í atvinnumennsku erlendis síðan árið 2004.

„Tíma mínum erlendis er að ljúka og ég vil þakka öllu fólki, liðsfélögum, starfsfólki, stuðningsmönnum, vinum og fjölskyldu sem tóku þátt í þessu ferðalagi með mér," sagði Sölvi á Instagram í dag.

Sölvi hefur á atvinnumannaferlinum spilað með Djurgarden í Svíþjóð, SönderjyskE og FC Kaupmannahöfn í Danmörku, Ural í Rússlandi, Jiangsu Sainty, Wuhan Zall og Guangzhou R&F í Kína sem og Buriram United í Tælandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner