Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 07. nóvember 2020 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Bjuggust við að liðið myndi smella saman á fyrsta degi
Lampard náði Meistaradeildarsæti á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá Chelsea.
Lampard náði Meistaradeildarsæti á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard var himinlifandi með sannfærandi sigur Chelsea gegn Sheffield United í dag.

Hakim Ziyech var maður leiksins með tvær stoðsendingar en Timo Werner, Ben Chilwell og Thiago Silva voru einnig meðal bestu manna vallarins. Þetta eru allt nýir leikmenn í röðum Chelsea og er Lampard ánægður að þeir séu strax byrjaðir að smella saman.

„Það bjuggust allir við að liðið myndi smella saman á fyrsta degi tímabilsins en þetta er allt saman að koma. Strákarnir voru stórkostlegir í dag gegn erfiðum andstæðingum. Það var margt mjög jákvætt við okkar leik og við verðum að halda þessu áfram," sagði Lampard.

„Hakim er leikmaður í hæsta gæðaflokki, það er magnað að vinna með honum. Hann hefur verið frábær og mun vera mikilvægur fyrir þetta félag í framtíðinni. Ég þarf leikmenn eins og hann sem geta komið inn og aukið gæði liðsins.

„Við erum komnir í þriðja sæti og við verðum að halda fótunum á jörðinni. Vinnan er að skila sér inn og núna verðum við að halda áfram að gera vel. Við vitum allir hvernig fótboltinn getur verið, það er ekkert sjálfsagt og það verður gríðarlegt álag eftir landsleikjahlé."

Athugasemdir
banner