Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. janúar 2020 22:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mbappe og Icardi í sviðsljósinu gegn St. Etienne
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe og Mauro Icardi fóru mikinn í heimasigri PSG gegn Saint Etienne í 8-liða úrslitum frönsku bikarkeppnninnar.

PSG skoraði sex mörk gegn einu marki gestanna í kvöld. Mauro Icardi kom PSG yfir snemma leiks eftir flottan undirbúning Thomas Meunier. Á 31. mínútu leiksins fékk Wesley Fofana að líta sitt seinna gula spjald hjá gestunum og því á brattann að sækja fyrir þá.

Á 39. mínútu lagði Angel Di Maria boltann á Neymar sem skoraði framhjá Jessy Moulin í marki gestanna. 2-0 varð að 3-0 á 44. mínútu þegar Moulin varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Á 49. mínútu lagði Mbappe upp mark fyrir Icardi og sama sagan endurtók sig á 57. mínútu. Mbappe skoraði svo sjálfur á 67. mínútu, þá eftir sendingu frá Icardi. Á 71. mínútu braut Di Maria af sér inn í eigin vítateig og á punktinn steig Yohan Cabaye fyrir gestina. Sergio Rico varði frá Cabaye en Cabaye fylgdi á eftir skotinu og skoraði úr frákastinu.

6-1 sigur staðreynd og PSG áfram í undanúrslit. Fyrsta þrenna Icardi hjá PSG og frábær tölfræði Mbappe heldur áfram. Mbappe hefur lagt upp eða skorað á tæplega 43 mínútna fresti í síðustu átta leikjum PSG, ótrúleg tölfræði. Icardi hefur þá skorað 17 mörk í 19 leikjum fyrir félagið en hann er á láni frá Inter.

Lille, PSG, Lyon og Reims eru liðin sem komin eru áfram í undanúrslitin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner