Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 08. janúar 2021 14:52
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Ómöguleg staða ef fresta þarf fleiri leikjum
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Neikvæðar niðurstöður komu út úr öllum skimunum hjá Tottenham en það eru þó miklar líkur á því að næsta leik þeirra verði frestað en liðið á að mæta Aston Villa um miðja næstu viku.

Fjórtán smit hafa greinst hjá Aston Villa, þar af hjá tíu leikmönnum.

Leik Tottenham gegn Fulham sem átti að vera á dögunum var frestað vegna smita hjá Fulham.

„Enska úrvalsdeildin þarf að sýna leiðtogahæfileika," segir Mourinho.

„Ég tel að það sé ómöguleg staða fyrir félag þegar þremur leikjum er frestað. Sérstaklega þegar það lið spilar í Evrópu. Það er ekki hægt að fresta þremur leikjum hjá liði í Evrópudeildinni."

Tottenham er enn með í Evrópudeildinni.

„Enska úrvalsdeildin þarf að taka ákvarðanir. Ef við spilum ekki gegn Aston Villa þá er þremur leikjum hjá okkur frestað og það er ómögulegt. Við þurfum þá að færa EM landsliða og það er ekki að fara að gerast."
Athugasemdir
banner
banner
banner