Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 08. febrúar 2021 21:55
Brynjar Ingi Erluson
England: Þægilegur sigur Leeds á Crystal Palace
Jack Harrison og Raphinha fagna marki þess fyrrnefnda
Jack Harrison og Raphinha fagna marki þess fyrrnefnda
Mynd: Getty Images
Leeds 2 - 0 Crystal Palace
1-0 Jack Harrison ('3 )
2-0 Patrick Bamford ('52 )

Leeds United lagði Crystal Palace að velli, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikurinn fór fram á Elland Road, heimavelli Leeds.

Heimamenn voru töluvert ákveðnari í leiknum og byrjuðu afar vel en Jack Harrisson kom liðinu yfir á 3. mínútu.

Harrison fékk sendingu frá Stuart Dallas fyrir utan vítateiginn, fékk mikið pláss áður en hann lét vaða á markið en boltinn fór af Gary Cahill og í netið.

Brasiliski vængmaðurinn Raphinha lék á als oddi í kvöld og bauð upp á skemmtilega takta. Palace á meðan að bjóða upp á afar slakan leik í kvöld.

Patrick Bamford bætti við öðru marki fyrir Leeds á 52. mínútu en hann skoraði eftir frákast. Vincent Guaita hafði varið skot frá Raphinha stuttu áður og tókst Bamford að nýta frákastið og skora hundraðasta mark sitt á ferlinum.

Harrison gat bætt við öðru marki á 84. mínútu en skot hans fór í þverslá. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og lokatölur 2-0 Leeds í vil.

Liðið er í 10. sæti með 32 stig á meðan Palace er með 29 stig í 13. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner