Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. mars 2024 09:12
Elvar Geir Magnússon
Hansi Flick dreymir um að stýra Barcelona
Hansi Flick, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands.
Hansi Flick, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Það verður alvöru þjálfarakapall í Evrópufótboltanum í sumar. Meðal stórliða sem munu ganga í gegnum stjóraskipti er Barcelona en Xavi mun láta af störfum eftir tímabilið.

Hansi Flick, fyrrum stjóri Bayern München og fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, dreymir um að fá starfið hjá Barcelona. Hann er sagður í miklum metum hjá Joan Laporta forseta Barcelona eftir að hafa unnið þrennuna með Bæjurum 2020.

Flick hefur einnig verið orðaður við endurkomu til Bayern þar sem Thomas Tuchel yfirgefur þýska stórliðið í sumar. En íþróttafréttamaðurinn Christian Falk segir að Flick sé ekki lengur á blaði hjá Bayern.

„Hann kemur ekki lengur til greina hjá FC Bayern. Flick sjálfur vill líka helst taka við Barcelona. Umboðsmaður hans, Pini Zahavi, er einn nánasti vinur Laporta forseta Barcelona," segir Falk.

Sagt er að Flick sé byrjaður að læra spænsku og Zahavi hafi nýlega verið í Barcelona í nokkra daga og rætt við Laporta um Flick.

Flick er ekki eini Þjóðverjinn sem er orðaður við Barcelona, Julian Nagelsmann núverandi landsliðsþjálfari Þýskalands er einnig orðaður við starfið.
Athugasemdir
banner
banner