Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. mars 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Barca á heimaleik í kvöld
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barcelona byrjar spænsku fótboltahelgina þegar stórveldið tekur á móti Mallorca í kvöld.

Börsungar eru í þriðja sæti sem stendur og geta stokkið yfir Girona og upp í annað sæti með sigri í kvöld.

Valencia á heimaleik skömmu eftir hádegi á morgun, áður en Atlético Madrid heimsækir Cádiz. Atlético er í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum eftir Barca.

Real Sociedad á svo útileik í Granada áður en Girona mætir Osasuna í lokaleik kvöldsins. Þar þarf spútnik lið Girona sigur eftir afar slæmt gengi á síðustu vikum, þar sem liðið er búið að tapa þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Á sunnudaginn á Athletic Bilbao útileik í meistaradeildarbaráttunni áður en topplið Real Madrid fær fallbaráttulið Celta Vigo í heimsókn. Real er með sjö stiga forystu sem stendur, þegar ellefu umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Real Betis og Villarreal eigast við í síðasta leik sunudagsins, áður en sigurlaust botnlið Almeria tekur á móti Sevilla.

Föstudagur:
20:00 Barcelona - Mallorca

Laugardagur:
13:00 Valencia - Getafe
15:15 Cadiz - Atletico Madrid
17:30 Granada CF - Real Sociedad
20:00 Girona - Osasuna

Sunnudagur:
13:00 Alaves - Vallecano
15:15 Las Palmas - Athletic Bilbao
17:30 Real Madrid - Celta
20:00 Betis - Villarreal

Mánudagur:
20:00 Almeria - Sevilla
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner