Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 08. mars 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þær tvær dýrustu í sögunni núna báðar frá Sambíu
Barbra Banda.
Barbra Banda.
Mynd: EPA
Orlando Pride í Bandaríkjunum hefur staðfest kaup á framherjanum Barbra Banda og er um að ræða næst stærstu félagaskiptin í sögu kvennaboltans.

Hin 23 ára gamla Banda er keypt til Orlando frá Shanghai Shengli í Kína fyrir 740 þúsund dollara eða rúm 580 þúsund pund.

Í síðasta mánuði var Racheal Kundananji, liðsfélagi Banda úr landsliði Sambíu, keypt til Bay FC í Bandaríkjunum fyrir 860 þúsund dollara og varð hún þá dýrasti leikmaður sögunnar í kvennaboltanum.

Banda skrifar undir fjögurra ára samning við Orlando en hún skoraði 41 mark í 52 leikjum með Shanghai Shengli.

Hún er spennt fyrir komandi áskorun. „Ég er mjög spennt að ganga í raðir Orlando Pride. Þetta er frábært félag og ég elska það sem þau eru að byggja," segir Banda.
Athugasemdir
banner
banner
banner