Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. júní 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Uwe Rösler líklegastur til að taka við AGF
Mynd: Getty Images
Danska efstudeildarfélagið Århus Gymnastikforening er að leita sér að nýjum þjálfara eftir brottför David Nielsen og er hinn þýski Uwe Rösler efstur á lista.

Rösler hefur verið samningslaus síðan í fyrra þegar hann yfirgaf Fortuna Düsseldorf en þar áður stýrði hann Malmö.

Rosler hefur þjálfað Leeds United, Brentford, Wigan og Fleetwood Town á Englandi en hann hóf þjálfaraferilinn í Noregi þar sem hann stýrði Lilleström, Viking og Molde.

Það eru fleiri þjálfarar sem koma til greina fyrir stöðuna en Rösler leiðir kapphlaupið samkvæmt Ekstra Bladet.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiaðbliks, var nefndur í síðasta mánuði þegar fjallað var um mögulega kandídata í starfið hjá AGF.

Sjá einnig:
Óskar Hrafn orðaður við stöðuna hjá AGF


Athugasemdir
banner
banner
banner