Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. júlí 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli um framtíð sína í þjálfun: Stefni bara til Grindavíkur
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson er einn efnilegasti þjálfari sem við Íslendingar eigum um þessar mundir.

Jóhannes Karl er 39 ára. Sem leikmaður lék hann lengi í atvinnumennsku, í Englandi, Spáni, Hollandi og Belgíu. Hann kom heim til Íslands sumarið 2012 og byrjaði þá að spila með ÍA, uppeldisfélagi sínu.

Hann spilaði einnig með Fram, Fylki og HK áður en hann fór út í þjálfun. Hann tók við HK 2016 og var þjálfari ársins 2017 er hann stýrði HK í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar. Hann tók við ÍA eftir það og er núna á öðru tímabili sínu á Skaganum eftir að hafa komið liðinu upp úr Inkasso-deildinni fyrir þessa leiktíð.

Eftir frábæra byrjun í Pepsi Max-deildinni hefur aðeins hægst á Skagamönnum, en þeir eru samt sem áður í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar með 20 stig úr 11 leikjum.

Eftir sigur gegn Fylki á laugardag var hann spurður út í það hvert hann stefnir í þjálfun.

„Ég stefni bara til Grindavíkur," sagði Jóhannes Karl. „Það er næsti leikur sem ég er að velta fyrir mér. Við viljum koma Skaganum aftur í fremstu röð og það er uppbygging sem ég vil taka þátt í."

Viðtalið við hann má sjá hérna að neðan.
Jói Kalli: Ekki að spá í einhverju skemmtanagildi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner