Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. ágúst 2018 13:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erik og Freyr sömdu til tveggja ára
Icelandair
Erik Hamren og Freyr Alexandersson.
Erik Hamren og Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren var fyrir nokkrum mínútum ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari Íslands.

Hamren er fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar og er með öfluga ferilskrá á bakinu. Hann vann sænska bikarinn í þrígang, tvisvar með AIK og einu sinni með Örgryte. Hann vann tvo Noregsmeistaratitla með Rosenborg, 2009 og 2010, og gerði Álaborg að meisturum í Danmörku 2008.

Í kjölfarið tók Hamren við sænska landsliðinu en hann kom liðinu á Evrópumótin 2012 og 2016. Hann var með 54% vinningshlutfall með sænska landsliðið.

Hamren tekur núna við Íslandi og með honum til aðstoðar verður Freyr Alexandersson.

Þeir sömdu til tveggja ára og eru þeir því með samning út EM alls staðar 2020. Möguleiki er svo á því að framlengja um tvö ár til viðbótar.

„Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára í viðbót," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ áðan.

Freyr er landsliðsþjálfari kvenna og hann mun þjálfa kvennalandsliðið út undankeppnina á HM. Ísland er þar í góðum möguleika að komast á HM.
Athugasemdir
banner
banner