Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. september 2022 07:56
Aksentije Milisic
„Liverpool voru niðurlægðir"
Salah er ekki að finna sig.
Salah er ekki að finna sig.
Mynd: EPA

Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og sparkspekingur, talaði ekki vel um frammistöðu Liverpool gegn Napoli í gær en liðið fékk skell og tapaði 4-1.


Ferdinand segir að alltof margir lykilleikmenn séu að spila undir getu en Napoli hreinlega valtaði yfir gestina í fyrri hálfleiknum og var staðan 3-0. Þá hafði Napoli einnig klúðrað vítaspyrnu.

„Stóra vandamálið hjá Liverpool er það að stjörnunar í liði þeirra, sem alltaf er treyst á, eru ekki að skila jafn góðum frammistöðum og þeir hafa gert síðustu ár," sagði Rio.

„Salah er ekki jafn öflugur og hann var, ekki Van Dijk heldur. Fabinho líka, þú getur farið í gegnum allt liðið þeirra. Bakverðirnir eru ekki góðir, markvörðurinn. Stjórinn er ekki að fá frammistöður frá þeim."

„Þeir voru niðurlægðir fyrstu 45 mínútur leiksins. Það er ekki hægt að sætta sig við það þegar menn leggja sig ekki fram. Mistök eru hluti af leiknum en þú verður að sýna vilja og leggja þig fram,"
 sagði Ferdinand.

Liverpool gerði markalaust jafntefli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni áður en þessi skellur gegn Napoli kom í gær. Um helgina fær liðið Wolves í heimsókn á Anfield.


Athugasemdir
banner
banner