Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. október 2021 07:48
Elvar Geir Magnússon
Raphinha lagði upp tvö í fyrsta landsleiknum
Markalaust hjá Messi og félögum
Raphinha kom inn af bekknum í hálfleik.
Raphinha kom inn af bekknum í hálfleik.
Mynd: EPA
Barist var um bolamyndir með Messi eftir leikinn.
Barist var um bolamyndir með Messi eftir leikinn.
Mynd: EPA
Venesúela 1 - 3 Brasilía
1-0 Eric Ramirez ('11)
1-1 Marquinhos ('71)
1-2 Gabriel Barbosa (víti '85)
1-3 Antony ('90+)

Raphinha, vængmaður Leeds, hjálpaði Brasilíu með að koma til baka og vinna 3-1 sigur gegn Venesúela í undankeppni HM. Þessi 24 ára leikmaður kom af bekknum í fyrsta landsleik fyrir þjóð sína og átti tvær stoðsendingar.

„Tite þjálfari bað mig að gera það sama og ég geri með Leeds. Ég held að ég hafi ekki brugðist honum, né liðsfélögum mínum og stuðningsmönnum," segir Raphina.

Varamennirnir hjá Brasilíu gerðu gæfumuninn í endurkomunni en auk Raphinha komu Vinicius og Antony öflugir af bekknum.

Paragvæ 0 - 0 Argentína
Argentína, með Lionel Messi innanborðs, var miklu meira með boltann gegn Paragvæ en gekk erfiðlega að skapa sér almennileg marktækifæri, sérstaklega í fyrri hálfleiknum.

Joaquin Correa fékk besta færi Argentínu og þá átti Messi aukaspyrnu sem fór rétt framhjá. Í blálokin fékk Paragvæ svo flott tækifæri til að tryggja sér öll stigin en Carlos Gonzalez klúðraði færinu,

Eftir lokaflautið óðu áhorfendur inn á völlinn til að reyna að fá myndir af sér með Messi.

Brasilía hefur unnið alla níu leiki sína í undankeppninni og Argentína er í öðru sæti í Suður-Ameríkuhlutanum. Keppni er hálfnuð en barist er um að komast á HM í Katar. Fjögur efstu liðin komast á HM.

Staðan:
1. Brasilía 9 leikir - 27 stig
2. Argentína 9 leikir - 19 stig
3. Ekvador 10 leikir - 16 stig
4. Úrúgvæ 10 leikir - 16 stig
5. Kólumbía 10 leikir - 14 stig
6. Paragvæ 10 leikir - 12 stig
7. Perú 10 leikir - 11 stig
8. Síle 10 leikir - 7 stig
9. Bólivía 10 leikir - 6 stig
10. Venesúela 10 leikir - 4 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner