Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 09. janúar 2020 23:54
Brynjar Ingi Erluson
Di Marzio: Birkir með tilboð frá Genoa
Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason gæti verið á leið til Genoa í Seríu A en Gianluca Di Marzio, virtasti blaðamaður Ítalíu, greinir frá þessu í kvöld.

Samningur Birkis við Al-Arabi í Katar rann út á dögunum og er hann því án félags sem stendur en fjölmörg lið hafa sýnt honum áhuga síðustu daga.

Samkvæmt Di Marzio mun umboðsmaður Birkis ræða við Genoa á morgun.

Talið er líklegt að hann semji við Genoa en frönsk félög hafa einnig sýnt honum mikinn áhuga.

Birkir kann vel við sig á Ítalíu en hann hefur spilað með bæði Pescara og Sampdoria.

Ef viðræður ganga vel milli umboðsmannsins og félagsins þá mun Birkir halda til Ítalíu á næstu dögum til að ganga frá samningum.

Genoa hefur styrkt sig vel undanfarið en Mattia Perin, Mattia Destro, Stefano Sturaro og Valon Behrami eru á meðal þeirra. Genoa er í 18. sæti Seríu A með 14 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner