Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 09. janúar 2023 22:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mudryk staðráðinn í að fara til Arsenal
Mynd: Getty Images

Mykhailo Mudryk er staðráðinn í að fara til Arsenal í janúar en það leit út fyrir það á tímabili að Chelsea væri að stela leikmanninum.


Forráðamenn Shakhtar voru mættir til London til að ræða við Todd Boehly en Fabrizio Romano greinir frá því að Joao Felix fari til Chelsea og Arsenal sé í viðræðum við Shakhtar.

Viðræðurnar eru ekki komnar á lokastig en félögin eiga enn eftir að komast að samkomulagi um verð.

Mudryk er 22 ára gamall vængmaður og á 8 landsleiki fyrir hönd Úkraínu. Þá hefur hann skorað 10 mörk í 30 leikjum fyrir Shakhtar.


Enski boltinn - Hvað er að hjá Liverpool og hvað gerir Boehly?
Athugasemdir
banner
banner