Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. janúar 2023 16:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur Ágúst framlengir við FH - Skoraði fjórtán mörk í fyrra
Úlfur Ágúst í leik með FH síðasta sumar.
Úlfur Ágúst í leik með FH síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH tilkynnti rétt í þessu að félagið hefði náð samkomulagi við Úlf Ágúst Björnsson um framlengingu á samningi.

Gamli samningurinn gildi út komandi tímabilið en framherjinn er nú samningsbundinn FH út tímabilið 2025. Úlfur kom vel inn í FH liðið seinni hluta sumars eftir að hafa blómstrað í Njarðvík á láni fyrri hlutann. Í tilkynningu FH segir:

„Úlfur Ágúst kom eins og stormsveipur inn í FH liðið seinni part sumars eftir að hafa verið á eldi með Njarðvík fyrr um sumarið."

Úlfur verður tvítugur seinna á þessu ári, á alls að baki fjórtán deildarleiki fyrir FH og hefur í þeim skorað fjögur mörk. Hjá Njarðvík skoraði hann tíu mörk í tólf leikjum og tímabilið 2021 skoraði hann eitt mark í átta leikjum hjá ÍH.

„Hann hefur unnið sig hratt upp í það að vera orðinn mikilvægur partur af FH-liðinu og við erum þess fullviss að hann haldi áfram að bæta sig og bæta við mörkum í sarpinn fyrir Fimleikafélagið," segir í tilkynningu FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner