Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. febrúar 2019 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: United í fjórða sæti - Bubbi spáir „stormi"
Hressir.
Hressir.
Mynd: Getty Images
Enn hressari.
Enn hressari.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fulham 0 - 3 Manchester Utd
0-1 Paul Pogba ('14 )
0-2 Anthony Martial ('23 )
0-3 Paul Pogba ('65 , víti)

Manchester United átti ekki í miklum vandræðum með Fulham í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Fyrsta markið kom eftir tæpan stundarfjórðung og var það Paul Pogba sem skoraði það. Pogba hefur verið sjóðheitur síðan Ole Gunnar Solskjær tók við United. Pogba var í mjög þröngu færi, en ákvað að láta vaða og inn fór boltinn.

Anthony Martial lagði upp markið fyrir Pogba, en hann var á ferðinni stuttu síðar. Mark hans var glæsilegt. Hann hristi af sér varnarmanann og annan, og kláraði vel.

Staðan var 2-0 í hálfleik en á 65. mínútu fékk United vítaspyrnu sem Juan Mata fiskaði. Pogba steig á vítapunktinn og skoraði sitt annað mark í leiknum.

Það gulltryggði sigur United í þessum leik. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er stuðningsmaður United og hann spáir „stormi," eins og hann orðar það.


Þegar Solskjær tók við um miðjan desember virtist fjórða sætið vera fjarlægur draumur en það er niðurstaðan í dag. Chelsea getur náð fjórða sætinu aftur á morgun er liðið spilar gegn Englandsmeisturum Manchester City.

Fulham er í miklu basli, í 19. sæti sjö stigum frá öruggu sæti.

Klukkan 15:00 hefjast fimm leikir. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner